Fleiri Rússar í bann

Fjöldi heimsfrægra Rússa verður ekki með í Ríó.
Fjöldi heimsfrægra Rússa verður ekki með í Ríó. AFP

Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir rúma viku og nú berast daglega fréttir af rússnesku íþróttafólki sem fær ekki keppnisrétt á leikunum vegna kerfisbundinnar lyfjamisnotkunar

Allt frjálsíþróttafólk Rússa situr heima en Alþjóðaólympíunefndin, IOC, ákvað fyrir skemmstu að heimssambönd annarra íþróttagreina tækju lokaákvörðun um þátttöku Rússa á leikunum.

Til þessa hafa 110 keppendur verið dæmdir úr leik úr 387 manna keppnisliði sem Rússar hugðust senda á leikana.

Í dag bættust nokkrir glímumenn og hjólreiðafólk við hópinn en ekki hafa öll heimssambönd kveðið upp úrskurð sinn.

Algjört keppnisbann: Frjálsar íþróttir

Bann fyrir suma keppendur: Sund, hjólreiðar, róður, siglingar, fimmtarþraut og glíma.

Ekkert keppnisbann: Bogfimi, badminton, hestamennska, skylmingar, júdó, skotfimi, tennnis, borðtennis, þríþraut og blak.

Enn beðið eftir ákvörðun: Handbolti, fimleikar, hnefaleikar, golf, taekwondo og lyftingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert