Ásgeir keppir ekki í Ríó

Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson. mbl.is/Golli

Nú er endanlega ljóst að Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur verður ekki á meðal keppenda í skotfimi á Ólympíuleikunum í Ríó í næsta mánuði. Ásgeir var mjög nærri því að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum. Þegar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna lyfjamisnotkunar fóru í gang kom upp sá möguleiki að Ásgeir kæmist inn á leikana ef rússneskum íþróttamönnum yrði meinað að keppa á leikunum.

Sú leið hefur verið farin að meina Rússum að keppa í sumum greinum en ekki öðrum. Nú liggur fyrir að Rússum verður heimilt að keppa í skotfimi í Ríó enda þekkist ekki lyfjamisnotkun í greininni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert