SR vann í miklum markaleik

SR-ingar skora mark í dag.
SR-ingar skora mark í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason.

Skautafélag Reykjavíkur vann góðan 8:6 sigur á Skautafélagi Akureyrar í 1. umferð Íslandsmóts karla í íshokkíi í kvöld. Leikið var á Akureyri.

SR-ingar voru 2:1 yfir eftir fyrsta leikhlutann en staðan var 4:3 yfir fyrstu tvo leikhlutana. Fjórði leikhluti var ansi hreint fjörugur og sjö mörk voru skoruð í honum. 

Sigurður Reynisson jafnaði metin, 4:4 fyrir SA áður en Styrmir Maack kom SR-ingum aftur yfir. Því næst jafnaði Jussi Sipponen metin í 5:5. Aftur komst SR yfir með marki Kára Guðlaugssonar átta mínútum fyrir leikslok en Jóhann Leifsson jafnaði metin í þriðja skiptið fyrir SA í leikhlutanum. 

 SR-ingar reyndust hins vegar sterkari á lokamínútunum, sýndu karakter og skoruðu tvö síðustu mörkin. Jan Kolibar skoraði sjöunda mark SR og Sölvi Atlason innsiglaði sigur SR á lokasekúndunum.

Mörk SR: Kári Guðlaugsson 2, Robbie Sigurðsson, Styrmir Maack 2, Bjarki Jóhannesson, Jan Kolibar, Sölvi Atlason
Mörk SA: Jóhann Leifsson 2, Andri Mikaelsson, Orri Blöndal, Sigurður Reynisson, Jussi Sipponen 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert