Á leið á EM í hópfimleikum - myndasyrpa

Landsliðin sýndu listir sínar á opinni æfingu í gær.
Landsliðin sýndu listir sínar á opinni æfingu í gær. mbl.is/Golli

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum og blandað lið héldu í gær opna æfingu í íþróttahúsi Gerplu og lögðu fjölmargir leið sína þangað til að sjá æfingar liðanna sem eru á leið til Slóveníu á Evrópumeistaramótið sem verður haldið þar 12. – 15. október.

Íslensku stúlkurnar urðu í öðru sæti þegar mótið var haldið hér heima fyrir tveimur árum en þær sigruðu hins vegar á tveimur mótum þar á undan og eru staðráðnar í að endurheimta EM-titilinn. Glódís Guðgeirsdóttir er sú eina í liðinu sem var í því þegar sigrarnir unnust árin 2010 og 2012 og hún var í silfurliðinu árið 2014.

Blandaða liðið er trúlega það sterkasta sem Ísland hefur átt og gera forkólfar Fimleikasambandsins sér vonir um að liðið verði í baráttunni um að komast á verðlaunapall.

Auk þessara tveggja liða fara tvö önnur landslið á mótið, stúlknalandsliðið og blandað lið unglinga, en þau lið unnu bæði til bronsverðlauna á síðasta móti og vonir standa til að betri árangur náist í Slóveníu í næsta mánuði. Fimleikasambandið hrinti einnig af stað fjáröflunarverkefninu Vertu mEMm í gær en þar gefst fyrirtækjum kostur á að skora hvert á annað að styðja við bakið á fimleikafólkinu.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði keppendur.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði keppendur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert