Öruggt hjá HK-mönnum

Leikmenn HK þakka áhorfendum stuðninginn eftir sigurinn í dag.
Leikmenn HK þakka áhorfendum stuðninginn eftir sigurinn í dag. Ljósmynd/HK

HK tók á móti Þrótti Reykjavík/Fylki í Fagralundi í dag í Mizuno-deild karla í blaki en þar fóru heimamenn með 3:0 sigur af hólmi.

Leikurinn fór fremur hægt af stað. Í fyrstu hrinu var mikið um mistök beggja vegna netsins og voru liðin mjög jöfn í stigaskori. Hrinan endaði þó með naumum sigri HK 27:25. Önnur hrina byrjaði einnig rólega en um miðja hrinu fóru HK menn að síga fram úr og kláruðu hrinuna nokkuð örugglega 25:19. Í þriðju hrinu voru HK menn mun sterkari til að byrja með og komumst í örugga forystu 13:6. Þróttur Rvk/Fylkir fór þá aðeins að bíta frá sér en HK hleypti þeim aldrei nálægt sér og kláraðu hrinuna örugglega 25:17.

Eins og staðan er í deildinni í dag situr HK í öðru sæti eftir sigurinn en Þróttur Rvk/Fylkir í því sjötta. Næsti leikur í Mizuno-deild karla fer fram 2. nóvember í Varmá, Mosfellsbæ þar sem Afturelding tekur móti á liði Stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert