Íslensku keppendurnir lokið keppni á HM

Íslenski hópurinn á HM í karate í Linz, frá vinstri: …
Íslenski hópurinn á HM í karate í Linz, frá vinstri: Ingólfur Snorrason, Elías Snorrason, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir, Telma Rut Frímannsdóttir, Ólafur Engilbert Árnason og Reinharð Reinharðsson. Ljósmynd/KAÍ

Á öðrum degi heimsmeistaramótsins í karate sem fer fram í Linz Austurríki, keppti Telma Rut Frímannsdóttir í kumite -61kg flokki og hópkatalið okkar í kvennaflokki.Hhópkataliðið skipa þær Arna Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir. 

Telma Rut mætti Javiera Lavin Gonzalez frá Síle í fyrstu umferð sem endaði með því að Javiera vann viðureignina 3:0. Javiera tapaði svo í næstu umferð og því á Telma ekki möguleika á uppreisn. Hópkataliðið okkar mætti danska landsliðinu í fyrstu umferð, þar sem okkar stúlkur biðu lægri hlut og eru því úr leik eftir að þær dönsku duttu út í næstu umferð.

Í gær, miðvikudag, átti Ísland þrjá keppendur.  Ekki náðu okkar keppendur að hitta á rétt úrslit þrátt fyrir góða frammistöðu. Elías Snorrason og Svana Katla Þorsteinsdóttir kepptu bæði í einstaklingskata, þar sem Elías mætti Ramirez Luis Aros frá Síle og Svana Katla mætti Frederikke Bjerring frá Danmörku.  Andstæðingar þeirra unnu og féll okkar fólk því út í fyrstu umferð. 

Það sama átti við um Ólaf Engilbert Árnason sem mætti Fali Li frá Kína í fyrstu umferð í kumite -75kg flokki, beið Ólafur lægri hlut 1:0. Andstæðingar okkar í dag duttu svo út í seinni umferðum og því átti okkar fólk ekki rétt á uppreisnarglímu.

Þá hafa allir okkar keppendur lokið keppni á þessu móti, en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá spjall við keppendur og brot úr viðureignum þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert