Kristín Valdís og Marta María Íslandsmeistarar

Kristín Valdís Örnólfsdóttir að ljúka æfingum sínum í dag þegar …
Kristín Valdís Örnólfsdóttir að ljúka æfingum sínum í dag þegar hún varð Íslandsmeistari. mbl.is/Ófeigur

Kristín Valdís Örnólfsdóttir úr SR varð í dag Íslandsmeistari í unglingaflokki í listhlaupi á skautum í Egilshöll.

Kristín Valdís hafði forystuna eftir styttri æfingar í gær og átti næstbestu frammistöðuna í frjálsum æfingum í dag. Hún hlaut samtals 91,74 stig og varð rúmum tveimur stigum fyrir ofan Agnesi Dís Brynjarsdóttur, Íslandsmeistarann frá árinu 2014. Íslandsmeistari síðasta árs, Emilía Rós Ómarsdóttir, var ekki með vegna meiðsla.

Margrét Sól Torfadóttir hlaut bronsverðlaunin en hún sýndi besta frammistöðu í frjálsum æfingum í dag og endaði samtals með 88 stig.

Í stúlknaflokki vann Marta María Jóhannsdóttir úr SA öruggan sigur, en hún fékk hæstu einkunn báða keppnisdagana. Hún endaði með 79,28 í einkunn eftir fumlausar æfingar í dag.

Liðsfélagar Mörtu Maríu úr SA, þær Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir og Aldís Kara Bergsdóttir urðu í 2. og 3. sæti. Ásdís Arna fékk 70,27 í heildareinkunn og Aldís Kara 68,05.

Öll úrslit mótsins má sjá með því að smella hér.

Kristín Valdís Örnólfsdóttir sýnir hér listir sínar í Egilshöll í …
Kristín Valdís Örnólfsdóttir sýnir hér listir sínar í Egilshöll í dag þar sem hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert