„Ég er búin að bíða eftir þessu mjög lengi“

Kristín Valdís Örnólfsdóttir
Kristín Valdís Örnólfsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er búin að bíða eftir þessu mjög lengi. Þetta hefur alltaf verið rosalega tæpt. Ég hef verið að lenda í 2. og 3. sæti ítrekað, en aldrei náð alveg upp. Núna var tími til kominn. Mér líður mjög vel með þetta,“ sagði hin 18 ára gamla Kristín Valdís Örnólfsdóttir úr SR eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í unglingaflokki í listhlaupi á skautum í gær.

„Við vorum að fá nýjan þjálfara núna í haust og höfum verið að leggja mun harðar að okkur. Þetta er búið að vera ótrúlega strangt undirbúningstímabil og við höfum unnið afar mikið síðustu fjóra mánuði, og það er greinilega að skila sér núna,“ sagði Kristín Valdís við Morgunblaðið, við svellið í Egilshöll.

Kristín Valdís tók við titlinum af Emilíu Rós Ómarsdóttur sem gat ekki keppt vegna meiðsla. Íslandsmeistari ársins 2014, Agnes Dís Brynjarsdóttir, hafnaði í 2. sæti, rúmum tveimur stigum á eftir Kristínu sem hlaut samtals 91,74 stig. Kristín Valdís hlaut 35,32 stig fyrir stuttar æfingar (e. short program) á laugardaginn og var efst eftir þann dag, og forskotið dugði henni til Íslandsmeistaratitilsins þrátt fyrir að Margrét Sól Torfadóttir stæði sig best í gær í frjálsum æfingum. Margrét Sól hlaut samtals 88 stig og varð í 3. sæti.

Nánar er fjallað um Íslandsmótið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Kristín Valdís Örnólfsdóttir
Kristín Valdís Örnólfsdóttir mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert