Hrafnhildur setti Íslandsmet í Kanada

Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet.
Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet.

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, komst í dag í undanúrslit í 50 m bringusundi á HM í 25 m laug sem fer fram í Kanada um þessar mundir. Hún setti um leið nýtt Íslandsmet en hún bætti eigið met um 0,03 sekúndur.

Hrafnhildur var rétt í þessu að komast upp úr undanrásunum á HM. Þetta eru fyrstu undanrásirnar á mótinu sem hófst í dag en mótið stendur fram yfir helgi og klárast aðfaranótt mánudags.

Hún synti á tímanum 30,64 sekúndum í 50 m bringusundi og setti þar með nýtt Íslandsmet en hún átti gamla metið, sem var 30,67 sekúndur. Hún er því komin í undanúrslitin sem fara fram í kvöld.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Kristinn Þórarinsson syntu þá báðir í 100 m baksundi en komust ekki í milliriðla. Davíð synti á 54,12 sekúndum en Kristinn á 54,43 sekúndum. Þeir hefðu þurft að synda á 51,61 sekúndu til þess að komast áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert