Meira vinningsfé og hreint blað í úrslitum

Elaine Thompson
Elaine Thompson AFP

Demantamótaröðin í frjálsum íþróttum verður með talsvert breyttu sniði á næsta keppnistímabili; sumarið 2017. Verðlaunafé hefur jafnframt verið aukið, á þessari mótaröð besta frjálsíþróttafólks heims.

Síðustu tímabil hefur mótaröðin verið með þannig sniði að keppendur safna stigum með frammistöðu sinni á hverju móti, og stigahæsti keppandi í lok tímabils er krýndur meistari í hverri grein. Nú verður það hins vegar þannig að keppendur hafa fyrstu 12 mót ársins til þess að safna stigum og tryggja sig inn í eitt úrslitamót í sinni grein. Á úrslitamóti skiptir svo fyrri árangur ekki máli – sigurvegari hverrar greinar verður einfaldlega krýndur meistari og fær 50.000 dali að launum, jafnvirði 5,5 milljóna króna.

Alls verða 11 milljónir króna í boði í hverri grein í úrslitunum, sem skiptast niður á átta sæti. Á mótunum 12 fram að úrslitum fæst mest 1,1 milljón króna fyrir sigur í hverri grein.

Úrslitamótin eru tvö, í Zürich og Brussel, svo hægt sé að deila hinum mikla fjölda keppnisgreina í tvennt. Fara þau fram 24. ágúst og 1. september, eftir heimsmeistaramótið í London 5.-13. ágúst. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert