Bjarki Þór enn ósigraður

Bjarki Þór Pálsson gerir sig kláran fyrir bardaga í MMA.
Bjarki Þór Pálsson gerir sig kláran fyrir bardaga í MMA. Ljósmynd/fb síða Bjarka Þórs

Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson bar sigur úr býtum þegar hann barðist við Englendinginn Alan Proctor í MMA í gærkvöldi. Bardaginn fór fram í London, en þetta var annar bardagi Bjarka Þórs sem atvinnumaður í MMA.

Bjarka Þór var dæmdur sigurinn þar sem Proctor framkvæmd ólöglegt hnéspark í andlit Bjarka í þriðju lotu bardagans. Bjarki Þór bólgnaði þó nokkuð í andliti við hnésparkið, en er þó við fína heilsu að öðru leyti. 

Bjarki Þór hefur þar af leiðandi farið með sigur af hólmi í báðum bardögum sínum sem atvinnumaður í MMA, en en hann sigraði Pólverjann Adam Szczepaniak í fyrsta bardaga sínum síðastliðið sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert