Fimm karlar og fimm konur koma til greina

Eygló Ósk Gústafsdóttir með verðlaunagripinn sem fylgir útnefningunni Íþróttamaður ársins …
Eygló Ósk Gústafsdóttir með verðlaunagripinn sem fylgir útnefningunni Íþróttamaður ársins en hún sigraði í kjörinu árið 2015. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Samtök íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins 2016 og nú verður upplýst hvaða tíu einstaklingar höfnuðu í efstu sætunum en þeir eru í dag birtir í stafrófsröð.

Eins liggur fyrir hvaða þrír koma til greina í kjöri samtakanna á þjálfara ársins, og hvaða þrjú lið koma til greina í kjörinu á liði ársins. Þetta verður allt saman opinberað í hófi Samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ í Hörpu fimmtudagskvöldið 29. desember.

Samtök íþróttafréttamanna standa að þessu kjöri í 61. skipti en það fór fram í fyrsta skipti árið 1956. Núverandi handhafi titilsins Íþróttamaður ársins er sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir sem hreppti hann í árslok 2015.

Hér koma þeir tíu einstaklingar, þrír þjálfarar og þrjú lið sem urðu í efstu sætum kjörsins, í stafrófsröð:

Íþróttamaður ársins:
Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir
Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna
Aron Pálmarsson, handbolti
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar
Martin Hermannsson, körfubolti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna

Lið ársins:
A-landslið karla í knattspyrnu
A-landslið karla í körfubolta
A-landslið kvenna í knattspyrnu

Þjálfari ársins:
Dagur Sigurðsson
Guðmundur Þ. Guðmundsson
Heimir Hallgrímsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert