Ívar sló fimm ára gamalt Íslandsmet

Ívar Kristinn Jasonarson.
Ívar Kristinn Jasonarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR, setti í kvöld nýtt Íslandsmet í 300 metra hlaupi karla innanhúss þegar hann sigraði á Hlaupamóti Frjálsíþróttasambandsins sem fram fór í Laugardalshöll.

Ívar kom í mark á tímanum 34,38 sekúndum, sem er 26/100 úr sekúndu betri tími en Trausti Stefánsson afrekaði fyrir nánast sléttum fimm árum en tími hans var 34,64 sekúndur.

Fátítt er núorðið að keppt sé í 300 metra hlaupi, þá einna helst innanhúss, en Íslandsmetið utanhúss á Jón Arnar Magnússon frá árinu 1994 þegar hann hljóp á tímanum 33,86 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert