Michael og Rosilyn í þjálfarateymi landsliðsins

Rosilyn Rae Cummings og Michael Pelletier.
Rosilyn Rae Cummings og Michael Pelletier. Ljósmynd/Blaksamband Íslands

Blaksamband Íslands hefur ráðið tvo nýja þjálfara í þjálfarateymi karlalandsliðsins í blaki. Ólafur Jóhann Júlíusson hætti sem aðstoðarþjálfari eftir mótið í Lúxemborg.

Rogerio Ponticelli er aðalþjálfari liðsins og telur þessa viðbót frábæra á þessum tímapunkti. Michael Pelletier og Rosilyn Rae Cummings eru þjálfarar hjá Stjörnunni í Garðabæ og hafa gert góða hluti þar síðan þau komu til landsins í haust. Bæði eru þau 25 ára gömul og hafa farið nú þegar víðs vegar um heiminn, bæði sem leikmenn og þjálfarar.

Michael og Rosilyn eru bæði í þjálfarateymi Gold Medal Squared sem er fyrirtæki sem gefur sig út fyrir æfingabúðir víðs vegar um Bandaríkin og er starfrækt á sumrin.

Rosilyn hefur verið aðstoðarþjálfari í þremur háskólum í Bandaríkjunum og verið í þjálfarateymi liða í deildakeppni í Bandaríkjunum. Sem leikmaður komst hún í úrtak fyrir unglingalandslið og hefur unnið fjölda verðlauna á sínum ferli. Í dag er Rosilyn leikmaður með kvennaliði Stjörnunnar og aðalþjálfari karlaliðs félagsins.

Michael Pelletier kemur frá Springfield Massachusetts en það er sami bær og blakíþróttin var fundin upp í. Hann varð þrefaldur háskólameistari með liði sínu en hans lið var fyrir Bandaríkin í World University Games. Michael hefur spilað sem atvinnumaður í Englandi, Bahrain og nú síðast í Finnlandi og á glæstan feril að baki. 

Landsliðsnefnd BLÍ býður þau velkomin til starfa með Rogerio og karlalandsliðið. Fram undan er stærsta ár í sögu landsliðanna og takast þau því á við stór verkefni með landsliðinu í vor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert