Strákarnir byrjuðu á sigri

Fyrirliðinn Hjalti Jóhannsson var valinn maður leiksins.
Fyrirliðinn Hjalti Jóhannsson var valinn maður leiksins. Ljósmynd/ÍHÍ

Strákarnir í íslenska 20 ára landsliðinu í íshokkíi hófu 3. deild heimsmeistaramótsins á Nýja-Sjálandi í morgun á því að vinna góðan sigur á Ísraelsmönnum, 3:0.

Hjalti Jóhannsson kom Íslandi yfir á 6. mínútu og í annarri lotu bættu Hafþór Sigrúnarson og Axel Orongan við mörkum með nokkurra sekúndna millibili. Þar við sat og öruggur sigur var í höfn.

Kína vann Taíwan, 9:3, í fyrsta leiknum í riðli Íslands en Ísland mætir Kína á morgun og Taíwan á miðvikudaginn.

U20 ára landslið Íslands sem er nú á Nýja-Sjálandi.
U20 ára landslið Íslands sem er nú á Nýja-Sjálandi. Ljósmynd/Facebook IHI
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert