Kínverjar betri í lokin

U20 ára landslið Íslands sem er nú á Nýja-Sjálandi.
U20 ára landslið Íslands sem er nú á Nýja-Sjálandi. Ljósmynd/Facebook IHI

Íslenska U20-landsliðið í íshokkí karla tapaði gegn Kína, 4:1, í nótt í öðrum leik sínum í 3. deild heimsmeistaramótsins.

Leikið er í Dunedin á Nýja-Sjálandi og hafði Ísland unnið 3:0-sigur á Ísrael í fyrsta leik en Kína unnið fjórða lið riðilsins, Taívan, 9:3.

Íslendingar komust yfir í leiknum í nótt þegar Edmunds Induss skoraði eftir sendingu frá Jóni Árna Árnasyni á 5. mínútu. Kínverjar jöfnuðu metin fyrir lok fyrsta leikhluta og staðan var enn 1:1 fyrir lokaþriðjunginn. Kínverjar komust yfir snemma í honum og bættu svo við tveimur mörkum undir lok leiksins.

Ísrael vann Taívan 3:0 í hinum leik riðilsins. Ísland er í 2. sæti riðilsins, jafnt Ísrael með 3 stig, en Kína efst með 6 stig og Taívan með 0. Tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert