Birkir vann frækinn sigur - Sjáðu tilþrifin

Birkir Georgsson efstur á palli eftir sigurinn á mótinu í …
Birkir Georgsson efstur á palli eftir sigurinn á mótinu í Livigno. Ljósmynd/Facebooksíða WRT

Hinn 17 ára gamli snjóbrettakappi Birkir Georgsson gerði sér lítið fyrir og fagnaði sigri á einu sterkasta ungmennamóti heims í gær.

Birkir var að keppa í fyrsta sinn á World Rookie mótaröðinni og tryggði sér sigur í þriðju og síðustu ferðinni sinni í úrslitunum, þegar honum tókst að lenda erfiðu „afturábak 1080“-stökki (e. backside 1080).

Mótið heitir World Rookie Fest og er einn af hápunktum mótaraðarinnar, en það fór fram í Livigno á Ítalíu og var nú haldið í tólfta sinn. Alls tóku 144 keppendur þátt en 32 bestu strákarnir voru með í úrslitunum. Þrír Íslendingar voru í úrslitunum en auk Birkis voru það þeir Marínó Kristjánsson, sem varð í 10. sæti, og Egill Gunnar Kristjánsson, sem varð í 23. sæti.

„Ég er furðu lostinn! Þetta var fyrsta mótið mitt á World Rooki Tour og ég gæti ekki verið ánægðari. Ég bjóst ekki við því að vinna. Hinir keppendurnir voru svo góðir og samkeppnin er svo hörð. Þetta mót er æðislegt. Ég er mjög spenntur og get ekki beðið eftir því að keppa í Kaprun á lokamótinu,“ sagði Birkir, en lokamótið fer fram í byrjun apríl í Kaprun í Austurríki.

Hápunkta mótsins má sjá í myndskeiðinu hér að neðan en Birkir leggur af stað eftir 3 mínútur og 12 sekúndur af myndskeiðinu:

2017 World Rookie Fest . Winning Runs from MOON on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert