Guðjón er fyrirmynd okkar allra

Bjarki Már Elísson í sókn gegn Slóveníu síðastliðinn laugardag.
Bjarki Már Elísson í sókn gegn Slóveníu síðastliðinn laugardag. AFP

„Það var erfitt að festa svefn eftir leikinn við Angóla þar sem hann var það seint, þannig að maður er aðeins þreyttur. Það var sem betur fer ekki leikur í dag og gott að fá að hlaða batteríin vel fyrir þennan úrslitaleik á móti Makedóníu,“ sagði hornamaðurinn Bjarki Már Elísson við Morgunblaðið í gær.

Bjarki og samherjar hans í íslenska landsliðinu mæta Makedóníumönnum í kvöld og eftir hann ræðst hvort Íslendingar komast áfram í 16-liða úrslitin eða þurfa að sætta sig við það erfiða hlutskipti að fara í keppnina um Forsetabikarinn þar sem tvö neðstu liðin í riðlunum fjórum leika.

„Nú erum við bara einbeittir á leikinn við Makedóníumenn og erum að kortleggja hvernig þeir spila og hvernig við ætlum að herja á þá. Mér finnst við eiga góða möguleika og það er bara ekkert annað í boði en sigur og svo sjáum við hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Bjarki Már.

Ítarlega er rætt við Bjarka í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert