Freydís á sigurbraut í New York

Freydís Halla Einarsdóttir.
Freydís Halla Einarsdóttir.

Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, náði í kvöld sínum besta árangri í stórsvigi þegar hún sigraði á alþjóðlegu FIS-móti sem fram fór í Gore Mountain í New York-ríki.

Freydís fékk sína bestu punkta á ferlinum í stórsvigi, 37,27 FIS-punkta, en hún er með 45,86 punkta á heimslistanum í greininni.

Þetta kemur í kjölfarið á árangri Freydísar um helgina þegar hún varð í þriðja sæti í svigi á öðru móti í Bandaríkjunum, þá í Vermont, og náði sínum bestu FIS-punktum í þeirri grein, 22,89 punktum.

Í kvöld var Freydís með næstbesta tímann í báðum ferðum og það tryggði henni samanlagðan sigur. Hún var 73/100 úr sekúndu á undan Rachel Nawrocki frá Bandaríkjunum og 1,94 sekúndum á undan hinni kanadísku Brianna Trudeau. Sigurinn var því nokkuð öruggur en seinni ferðin var sérstaklega góð hjá Freydísi. 

Fyrir mótið fær Freydís 37,27 FIS-punkta sem eru hennar bestu punktar á ferlinum í stórsvigi og góð bæting á heimslista en þar er hún með 45,86 FIS-punkta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert