Þróttur og HK skiptu stigunum á milli sín

Úr leik Þróttar og HK í gær.
Úr leik Þróttar og HK í gær.

Þrír leikir voru í Mizuno-deild karla í blaki um helgina og tveir í kvennadeildinni.

Hjá körlunum mættust Þróttur og HK tvívegis í Neskaupstað og skiptu liðin stigunum bróðurlega á milli sín. Þróttar höfðu 3:1 betur í leiknum á laugardaginn en í gær snérist dæmið við og Kópavogsliðið vann 1:3. Þá vann KA lið Þróttar R/Fylkis 3:0.

Fyrri leikurinn á Norðfirði byrjaði með sigri gestanna úr HK, 22:25, en Norðfirðingar létu ekki bjóða sér það og höfðu betur í næstu þremur hrinum, 25:16, 25:22 og 25:18.

Í gær snérist dæmið algjörlega við. Þá byrjuðu heimamenn með 25:23 sigri en HK tók næstu þrjár hrinur, 21:25, 23:25 og 18:25.

KA átti ekki í vandræðum með Þrótt R/Fylki, vann 25:8, 25:16 og 25:17, en á föstudaginn enduðu hrinurnar 25:5, 25:15 og 25:13.

Stjarnan er efst með 40 stig, HK kemur næst með 37, Þróttur Neskaupstað er með 31 stig, KA 18, Afturelding 17 og Þróttur R/Fylkir 7.

Hjá konum lagði HK lið Völsungs 25:15, 25:22 og 25:20 en Húsvíkingar töpuðu einnig 0:3 á föstudaginn þegar Afturelding hafði betur 25:20, 25:28 og 25:16.

KA vann síðan Þrótt Reykjavík 25:15, 25:20 og 25:14.

Afturelding er með 36 stig, HK 34, Þróttur Neskaupstað 33, Stjarnan 16, KA 16, Þróttur Reykjavík 7 og Völsungur 5. skuli@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert