Fjögur met Jóns utan laugar

Jón Margeir Sverrisson er farinn að láta til sín taka …
Jón Margeir Sverrisson er farinn að láta til sín taka í frjálsum íþróttum. Ljósmynd/ÍF

Jón Margeir Sverrisson, fyrrverandi ólympíumótsmeistari í 200 metra skriðsundi, sem keppti á sínu öðru ólympíumóti fatlaðra í Ríó í ágúst, setti fjögur Íslandsmet í Laugardalshöll um helgina. Þar var Jón vitaskuld ekki að keppa í sundi heldur á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum.

Jón, sem keppir fyrir Fjölni, setti Íslandsmet í 200, 400, 800 og 1.500 metra hlaupum. Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Eik setti þrjú Íslandsmet, í hástökki og 400 og 800 metra hlaupum. Alls voru 12 Íslandsmet sett eða bætt á mótinu, samkvæmt heimasíðu ÍF, þar sem sjá má úrslit mótsins.

Fulltrúar Eikar unnu til flestra gullverðlauna eða 10 talsins, og hlutu að launum veglegan farandbikar sem Íslandsmeistarar félagsliða. Fjölnir kom næstur með 9 gullverðlaun. ÍFR fékk4 gull, FH 4 gull, Suðri 1 gull og Ármann 1 gull. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert