Rankaði við mér í búningsklefanum

Sævar Birgisson.
Sævar Birgisson. Ljósmynd/ÍSÍ

Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson var ekki ánægður með frammistöðuna í undankeppni 10 km skíðagöngunnar á heimsmeistaramótinu í Lathi í dag en hann varð í 13. sæti og skammt frá því að komast áfram í aðalkeppnina.

Sævar skrifaði á Facebook:

„Sumir dagar eru verri en aðrir. Dagurinn í dag var ekki minn. Byrjaði þokkalega en sá svart eftir rúmlega hálfa göngu. Man lítið eftir seinustu km og leið svo út af í markinu. Rankaði fyrst við mér í búningsklefanum á marksvæðinu eftir að hafa verið studdur þangað. Svekkjandi núna en svona er þetta stundum...“

Sævar vantaði sjö sekúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert