Sævar vantaði sjö sekúndur

Sævar Birgisson.
Sævar Birgisson. Ljósmynd/ÍSÍ

Sævar Birgisson var þremur sætum og sjö sekúndum frá því að komast áfram úr undankeppninni í 10 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Lathi í Finnlandi í dag.

Tíu fyrstu í undankeppninni unnu sér keppnisrétt í aðalkeppninni en Sævar hafnaði í þrettánda sæti á 28:05,6 mínútum. Tíundi maður í mark, Apostolos Angelis frá Grikklandi, gekk vegalengdina á 27:58,5 mínútum.

Albert Jónsson varð í 18. sæti á 28:38,8 mínútum og Brynjar Leó Kristinsson hafnaði í 23. sæti á 29:24,3 mínútum en 60 keppendur luku göngunni.

Elsa Guðrún Jónsdóttir vann undankeppnina í kvennaflokki, 5 km göngu, eins og áður hefur komið fram.

Elsa Guðrún vann undankeppnina.

Ég er alveg í skýjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert