Elsa í 61. sæti í sprettgöngunni

Elsa Guðrún Jónsdóttir
Elsa Guðrún Jónsdóttir Ljósmynd/Einar Þór Bjarnason

Elsa Guðrún Jónsdóttir varð í 61. sæti af 107 keppendum í undankeppni sprettgöngu á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum sem fram fer í Lahti í Finnlandi.

Keppt var með frjálsri aðferð 1.400 metra langa leið og var Elsa 3:33,99 mínútur að fara leiðina.

Fyrst í undankeppninni varð hin norska Maiken Caspersen Falla, sem fór á tímanum 3:03,14 mínútur en 30 fremstu keppa til úrslita.

Elsa vann í gær undankeppnina fyrir lengri greinar á mótinu. Í viðtali við mbl.is í gær kvaðst hún spenntust fyrir 10 km göngu en í henni er keppt næsta þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert