Jón Ingi með fullkominn leik

Jón Ingi Ragnarsson.
Jón Ingi Ragnarsson. Ljósmynd/keilusambandið

Jón Ingi Ragnarsson lék frábærlega á Cross Cup-mótinu í keilu í Noregi í kvöld.  Jón byrjaði mótið rólega en eftir fyrsta leik sem var 170 hrökk Jón í gang og spilaði 245, 300 og 217 eða samtals 932 sem gera 233 í meðaltal.

Þriðji leikur Jóns var fullkominn leikur, 12 fellur í röð. Þessi spilamennska skilaði Jóni öðru sætinu á mótinu en sigurvegari varð John Reidar Kindervaag frá Noregi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert