Kolbeinn Höður bætti eigið Íslandsmet

Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Kolbeinn Höður Gunnarsson. mbl.is/Eggert

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH setti í kvöld Íslandsmet í 200 m hlaupi innanhúss á háskólamóti í Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum. Kolbeinn Höður bætti eigið met í hlaupinu um 6/100 úr sekúndu, kom í mark á 21,32 sekúndum og komst áfram í úrslit sem fram fara væntanlega á morgun.

Kolbeinn Höður setti fyrra met sitt í Kaplakrika 8. febrúar 2015.

Kolbeinn Höður tók einnig þátt í 400 metra hlaupi fyrr í dag á mótinu. Hann náði öðrum besta tíma keppenda, 47,98 sekúndum, og hleypur einnig til úrslita í þeirri grein. Þetta mun vera einn besti tími í Kolbeins í 400 m hlaupi innanhúss um nokkurt skeið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert