Klaufalegir á endasprettinum (myndskeið)

Keppni í liðaspretti á HM í dag.
Keppni í liðaspretti á HM í dag. AFP

Það var heldur betur dramatík á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Lahti í Finnlandi í dag þegar keppt var í liðaspretti.

Þegar skammt var eftir rákust þeir Emil Iversen, Noregi, og Iivo Niskanen, Finnlandi, saman eftir að hafa verið í forystu og gaf það Rússanum Sergey Ustiugov tækifæri til þess að skjótast fram úr og landa gullinu. Þeir félagar misstu einnig af silfrinu í hendur Ítala, en að lokum var það heimamaðurinn Niskanen sem fékk brons á meðan Norðmenn urðu í fjórða sæti.

Þennan mikla klaufagang má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert