Fjórir fulltrúar Íslands á Special Olympics

Íslenski hópurinn á leið til Austurríkis.
Íslenski hópurinn á leið til Austurríkis. Ljósmynd/Anna K. Vilhjálmsdóttir

Íslendingar héldu til Joglland í Austurríki í gær til að taka þátt í alþjóðavetrarleikum Special Olympics 2017. Alls eru 2.700 keppendur á mótinu sem keppa í níu greinum. Ísland á fjóra keppendur í listhlaupi á skautum á leikunum, sem keppa bæði í einstaklings- og parakeppni. 

Ásdís Ásgeirsdóttir og Stefán Páll Skarphéðinsson keppa í einstaklingskeppni í byrjendaflokki. Þau Nína Margrét Ingimarsdóttir og Júlíus Pálsson keppa í sömu grein en í framhaldsflokki, ásamt parakeppni í byrjendaflokki. 

Helga Olsen og Ragna Gunnarsdóttir verða keppendunum til halds og traust, sem farastjórar og þjálfarar, ásamt því að Svava Hróðný Jónsdóttir dæmir á leikunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert