Kolbeinn er fljótastur í Evrópu

Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Kolbeinn Höður Gunnarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmetið sem Kolbeinn Höður Gunnarsson setti í 200 metra hlaupi um helgina, 20,96 sekúndur, er besti tími ársins í Evrópu, hvorki meira né minna.

Kolbeinn setti metið á háskólamóti í Bandaríkjunum, en hann varð með hlaupinu fyrsti Íslendingurinn til þess að hlaupa 200 metrana undir 21 sekúndu. Gamla Íslandsmetið átti Jón Arnar Magnússon frá árinu 1996.

Kolbeinn er jafnframt eini Evrópubúinn sem hlaupið hefur undir 21 sekúndu á móti utanhúss í ár, en næstbesti tími ársins er 21,12 sekúndur sem Frakkinn Alan Alais náði í byrjun þessa mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert