Öll að koma til eftir hnífaárásina

Petra Kvitová.
Petra Kvitová. AFP

Tékkneska tennisstjarnan Petra Kvitová er farin að geta beitt vinstri hendinni á ný eftir að hafa orðið fyrir hnífaárás á heimili sínu í bænum Prostejov í austurhluta Tékklands í desember.

Frétt mbl.is: Ég er hepp­in að vera á lífi

Kvitová kvaðst hepp­in að vera enn á lífi eft­ir að maður komst inn á heim­ili henn­ar í Prostejov, í til­raun til ráns að því er talið er. Hann flúði af vett­vangi eft­ir átök­in. Hún þurfti að gangast undir aðgerð og læknar ráðlögðu henni að hvíla í hálft ár, en ekki er hægt að negla niður dagsetningu á endurkomu hennar þótt batinn gangi vel.

Petra Kvitová hef­ur náð langt á stór­mót­um und­an­far­in ár en auk þess að vinna Wimbledon bæði 2011 og 2014 fékk hún bronsverðlaun í einliðal­eik á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó í sum­ar og hef­ur kom­ist í undanúr­slit í bæði Opna franska og Opna ástr­alska mót­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert