Kolbeinn er íþróttamaður vikunnar

Kol­beinn Höður Gunn­ars­son.
Kol­beinn Höður Gunn­ars­son. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur verið útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar hjá Memphis-háskólanum í Bandaríkjunum.

Skólinn útnefndir tvo af hverju kyni, annars vegar í hlaupagrein (track) og hins vegar í vallargrein (field). Kolbeinn er útnefndur í flokki hlaupagreina, en hann bætti um helgina 21 árs gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi.

Kolbeinn hljóp þá á 20,96 sekúndum, fyrstur Íslendinga undir 21 sekúndu og eini Evrópubúinn sem hlaupið hefur undir 21 sekúndu á móti utanhúss í ár og á því besta tíma allra í álfunni eins og mbl.is greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert