Íslendingur fær þrjár medalíur

Holmar Tomasson er að gera góða hluti í Austurríki.
Holmar Tomasson er að gera góða hluti í Austurríki. Ljósmynd/Íþróttasamband Noregs

Íslendingurinn Holmar Tomasson hefur unnið til þriggja verðlauna á Special Olympics sem fram fara í Austurríki um þessar mundir. Holmar hefur tekið tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Holmar keppir fyrir hönd Noregs, en móðir hans er norsk. 

Hann tók silfur í 5km sprettgöngu og 10km göngu með frjálsri aðferð og brons í 4x1km göngu með frjálsri aðferð. 

Homar er fæddur árið 1990 og hefur áður unnið til verðlauna á leikunum. Pabbi hans, Tómas Jónsson er Íslendingur, en hann hefur lengi búið í Noregi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert