Margrét tók þriðja titilinn

Sigríður og Margrét fagna titlinum.
Sigríður og Margrét fagna titlinum. Ljósmyd/TBR

Sigríður Árnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í badminton eftir sigur á Elsu Nielsen og Drífu Harðardóttur í úrslitaleik í TBR-húsinu í dag. Sigurinn kom í tveim lotum, 21:19 og 21:14. 

Margrét vann þar með sinn þriðja titil á mótinu, en hún er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik og tvenndarleik. Margrét og Sigríður mættust einmitt í úrslitaleik einliðaleiksins. 

Þetta er þeirra fyrsti Íslandsmeistaratitill sem liðsfélagar, en þær hafa verið að spila saman í vetur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert