Kvennalandsliðið hrósaði sigri á Ítalíu

Íslenska kvennalandsliðið á Ítalíu.
Íslenska kvennalandsliðið á Ítalíu. Ljósmynd/Blaksamband Íslands

Íslenska kvennalandsliðið í blaki stóð uppi sem sigurvegari á Pasqua Challenge-boðsmóti á Ítalíu um helgina.

Mótið fór fram í Porto San Giorgio á Ítalíu. Ísland spilaði fyrsta leik við San Marínó, og unnu stelpurnar 3:2. Næsti leikur var á móti Skotlandi, og fór 3:1 fyrir Ísland. Þriðji leikurinn var á móti Liechtenstein og fór 3:0.

Thelma Dögg Grétarsdóttir díó var valinn besti leikmaðurinn á mótinu, en hún var stigahæsti leikmaður Íslands í öllum leikjum mótsins. 

Mótið var fyrsti liður í undirbúningi fyrir stór landsliðsverkefni á þessu ári en kvennalandsliðið tekur þátt í 2. umferð HM í Póllandi í maí, Smáþjóðaleikum í San Marínó síðar í maí, og svo úrslitum EM smáþjóða í Lúxemborg í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert