Fjármálaráðherra í fjöltefli

Benedikt Jóhannesson og Anish Giri tefla.
Benedikt Jóhannesson og Anish Giri tefla. Ljósmynd/Skáksambandið

Stórmeistarinn Anish Giri, helsta stjarna Reykjavíkurskákmótsins, var með klukkufjöltefli í dag. Meðal andstæðinga hans er fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands. Þar kemur enn fremur fram að ráðherrann hafi um skeið verið meðal efnilegustu skákmanna landsins áður en önnur hugðarefni tóku við.

Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti FIDE, lék fyrsta leik fjölteflisins.  

Meðal annarra andstæðinga Giri í fjölteflinu eru Gunnar Gunnarsson, sem varð Íslandsmeistari í skák árið 1966, landsliðskonurnar Guðlaug Þorsteinsdóttir og Hrund Hauksdóttir og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.

Fjölteflið fór fram í höfuðstöðvum GAMMA, Garðastræti 37, og hófst klukkan 13:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert