Sindri vann og bætti metið aftur

Sindri Hrafn Guðmundsson.
Sindri Hrafn Guðmundsson. mbl.is/Styrmir Kári

Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson er heldur betur að koma sterkur til baka eftir erfið meiðsli, en hann stóð uppi sem sigurvegari á öðru háskólamóti í Bandaríkjunum helgina fyrir páska.

Eins og mbl.is greindi frá snemma í mánuðinum bætti Sindri skólamet hjá Utah-háskólanum þar sem hann stundar nám með kasti upp á 72,24 metra. Það gaf honum jafnframt þátttökurétt á Evrópumóti U23 í Póllandi í sumar.

Sindri er nú þegar búinn að bæta það kast, en á móti 9. apríl kastaði hann spjótinu 73,06 metra. Þar stóð hann einnig uppi sem sigurvegari og var útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar hjá Utah-háskólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert