Valgarð stóð sig vel á EM

Valgarð Rein­h­ards­son í keppni á svifrá á EM í dag.
Valgarð Rein­h­ards­son í keppni á svifrá á EM í dag. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Valgarð Rein­h­ards­son úr Gerplu reið á vaðið af íslensku keppendunum á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem hófst í Cluj í Rúmeníu í dag.

Valgarð byrjaði í keppni í stökki þar sem hann fékk 13.700 stig. Þar á eftir fór hann á tvíslána þar sem hann hlaut 11.733 stig fyrir og á svifránni hlaut hann 12.366 stig í einkunn. Á gólfi fékk Valgarð svo 12.633 stig og á bogahesti skilaði hann 11.466 stigum.

Valgarð kláraði svo í hringjum og fékk 12,4 stig í einkunn fyrir, en samanlagður árangur hans í fjölþrautinni var því 74.298 stig. Fór hann í gegnum mótið án stórra mistaka og má vel við una, en heimsþekktir fimleikakappar voru skráðir til leiks á borð við Oleg Verniev frá Úkraínu, sem fór fyrstur inn í úrslitin.

Jón Sigurður Gunnarsson átti einnig að keppa en hann þurfti að hætta við vegna meiðsla. Þá ber að geta þess að Daði Snær Pálsson var á meðal dómara á svifrá.

Á morgun munu þær Tinna Óðinsdóttir og Agnes Suto keppa fyrir Íslands hönd.

Valgarð Reinhardsson.
Valgarð Reinhardsson. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert