Ólympíumeistari í keppnisbann

Brianna Rollins.
Brianna Rollins. AFP

Hin bandaríska Brianna Rollins, ólympíumeistari í 100 metra grindahlaupi í Ríó á síðasta ári, hefur verið úrskurðuð í eins árs keppnisbann fyrir að hunsa þrjú lyfjapróf á síðasta ári.

Eitt að lyfjaprófunum sem Rollins mætti ekki í var þegar hún hitti Barcak Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu.

Keppnisbann Rollins gildir fram til 18. desember og hún missir þar af leiðandi af heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem haldið verður í London í ágústmánuði.

„Þetta er einn af erfiðustu tímum mínum á ferlinum og sérstaklega eftir að hafa átt svo frábært ár 2016,“ skrifar Rollins á Instagram-síðu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert