Nýliði ársins í sterkustu deild í heimi

Andreas Stefansson í leik með Íslandi.
Andreas Stefansson í leik með Íslandi.

Andreas Stefansson, leikmaður íslenska landsliðsins í bandý, hefur verið valinn nýliði ársins í sænsku úrvalsdeildinni sem er talin sú sterkasta í heimi.

Andreas er 23 ára gamall og leikur með AIK, en hann skoraði 50 mörk í deildinni í vetur. Í fyrra skoraði hann einnig 50 mörk í B-deildinni og hann segist sjálfur geta gert ennþá betur.

„Ég á ennþá meira inni. Ég sagðist ætla að skora 50 mörk og ég skoraði 50 mörk. Það á alltaf að stefna hátt,“ sagði Andreas en nánar er rætt við hann HÉR.

AIK hafnaði í 11. sæti af 14 liðum í deildinni og skoraði alls 122 mörk, svo Andreas hefur skorað 41% marka liðsins í vetur.

Andreas Stefansson.
Andreas Stefansson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert