Þriðja besta svigmót Helgu Maríu

Helga María Vilhjálmsdóttir stóð sig vel í Noregi í dag.
Helga María Vilhjálmsdóttir stóð sig vel í Noregi í dag.

Helga María Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, náði sínum besta árangri í svigi í vetur á tveimur mótum í Geilo í Noregi í dag og í gær.

Helga María varð í 9. sæti í gær og fékk þá 36,32 FIS-punkta sem var hennar besti árangur í vetur, og fimmti besti árangur í svigi á ferlinum. Hún bætti svo um betur í dag þegar hún fékk 35,02 FIS-punkta, og hafnaði aftur í 9. sæti, en í skíðum reyna keppendur að fá sem lægsta punkta. Þetta eru þriðju lægstu punktar sem Helga María hefur fengið á svigmóti.

Á mótinu í dag fór Helga María ferðirnar tvær samtals á 1:37,99 mínútu. Hún var 2,14 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Guro Hvammen. Harpa María Friðgeirsdóttir og Hjördís Birna Ingvadóttir kepptu einnig, en þær enduðu í 35. og 38. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert