Hjólreiðamaður lést á æfingu

Hjólreiðamaðurinn Michele Scarponi í Giro d'Italia í maí í fyrra.
Hjólreiðamaðurinn Michele Scarponi í Giro d'Italia í maí í fyrra. AFP

Ítalski hjólreiðamaðurinn Michele Scarponi lést eftir árekstur við sendiferðabíl þegar hann var á hjólreiðaæfingu. Scarponi var 37 ára gamall margverðlaunaður hjólreiðakappi og hafði meðal annars unnið Giro d'Italia-mótið árið 2011. 

Slysið átti sér stað nálægt heimili hans á Ítalíu á gatnamótum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. 

Nýverið vann hann mótið Tour of the Alps. Þetta var fyrsti sigur hans í fjögur ár. Hann var að æfa sig fyrir næsta Giro d'Italia-mót sem hefst 5. maí. 

Michele Scarponi í Giro d'Italia í fyrra.
Michele Scarponi í Giro d'Italia í fyrra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert