Serena Williams er vonsvikin

Serena Williams.
Serena Williams. AFP

Serena Williams, ein besta tenniskona samtímans, segist vera mjög vonsvikin yfir ummælum hins rúmenska Ilie Nastase um ófætt barn hennar sem mbl.is greindi frá á dögunum.

Serena segir ummælin ýta undir rasisma og styður það heilshugar að Alþjóðatennissambandið rannsaki málið. Nastase hefur þegar verið dæmdur í bann frá öllum mótum á vegum sambandsins.

„Við skul­um sjá hvernig það verður á lit­inn. Ætli þetta verði súkkulaði með mjólk?“ sagði hinn sjötugi Ilie Nasta­se, sem var á sín­um tíma efsti maður heimslist­ans og einn besti leikmaður sinn­ar kyn­slóðar.

„Það hryggir mig að vita að við lifum í samfélagi þar sem menn eins og Ilie Nastase geta viðhaft svo rasísk ummæli. Ég hef sagt það áður og segi það enn, við höfum náð svo langt en samt er svo langt í land. Þetta mun ekki stöðva mig í að útdeilda ást og jákvæðni í það sem ég tek mér fyrir hendur. Ég held áfram að berjast fyrir réttlætinu,“ sagði Williams.

Serena hef­ur unnið 23 risa­titla, fleiri en nokk­ur önn­ur síðan opnu meist­ara­mót­in hófu göngu sína árið 1968. Unnusti hennar er Al­ex­is Ohani­an sem er einn af stofn­end­um Reddit-vefsíðunn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert