HK Íslandsmeistari í blaki

HK-ingar með Íslandsbikarinn eftir leikinn í kvöld.
HK-ingar með Íslandsbikarinn eftir leikinn í kvöld. mbl.is/Eggert

HK vann Aftureldingu 3:1 í oddaleik liðanna um Íslandsmeiststaratitilinn í blaki kvenna í kvöld. Kópavogsliðið því meistari bæði í karla og kvennaflokki. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is


Hrina IV: Staðan er 2:1

25:21 Afturelding jafnaði í 20:20 en það dugði liðinu ekki því HK komst í 23:20 og spennan var mikil. HK þó sterkar liðið í kvöld. Það fór vel á því að Birta skoraði síðasta stigið með flottri vörn við netið.

20:18 Afturelding tekur leikhlé og nú er að duga eða drepast á lokasprettinum.

16:15  Thelma Dögg geriri HK lífið leitt eins og svo oft áður með frábærum uppgjöfum.

14:10 Nú tekur Afturelding leikhlé til að ráða ráðum sínum.

12:10 Þetta er allt hnífjafnt ennþá og HK tekur leikhlé

8:7 Þetta er allt í járnum og mikil spenna þó svo mér virðist eins og HK sé sterkari aðilinn, en maður veit aldrei.

3:0 Aftur byjar HK betur og ætla þær örugglega að láta kné fylgja kviði.

Hrina III: Staðan er 1:1

25:6 Aftuelding verður að skilja við þessa hrinu og gleyma henni eins og skot. Þær gera það örugglega.

18:4 Tölur sem maður sér ekki oft í blaki og allra síst í úrslitaleik um Íslandsmeistaratirilinn.

11:1 Annað leikhlé hjá Mosfellingum enda gendur ekkert hjá liðinu. Móttakan ömurleg og þá kemur engin sókn af viti og því getur HK alltaf sótt af miklum kraftir og gerir það. Gengur svo sannarlega á lagið.

8:1 Afturelding fær sitt fyrsta stig í þessari hrinu og það gerir Ceannia með flottum skelli.

7:0 Óskabyrjun hjá HK en við sjáum nú til því hlutrnir eru oft fljótir að breytast. Hanna María er að gefa upp og fær tvo ása í röð auk þess sem hún gerir Aftureldingu erfitt fyrir ef leikmenn ná að taka á móti. Afturelding tekur leikhlé. Eitthvað verður að gera.

Hrina II: Staðan er 0:1

25:18 Leikhléið svínvirkaði og HK tók næstu tvö stig og jafnaði þar með leikinn.

23:18 HK tekur sitt annað leikhlé. Gaman að segja frá því að fjölmargir áhorfendur eru mættir til að fylgjast með þessum frábæra blakleik. Trúlega tæplega 300 manns

21:15 Leikhlé hjá HK enda Mosfellingar búnir að taka nokkur stig í röð

21:13 Boltinn festist uppi í netinu sem skiptir salnum í tvennt en er dregið upp þegar leikið er í salnum öllum. Slaka varð netinu niður til að ná í boltann.

15:7 Mosfellingar taka leikhlé enda gengur ekkert hjá liðinu, móttakan er allt of stíf þannig að oftar en ekki þarf Krisín Salín að hlaupa langt aftur á völl og spila upp með bagger, sem veit yfirleitt ekki á gott.

14:7 Helmingsmunur í sstigum liðanna núna og það er bara sanngjarnt því HK leikur framúrskarandi vel.

11:6 HK að ná undirtökunum og þá tekur Afturelding leikhlé. Uppgjafir HK eru það erfiðar að Aftuelding á erfitt með að taka á móti og fá almennilega sókn.

6:2 Allt stefnir í jafn spennandi hrinu og áðan. Bæði lið óhrædd við að sækja af kraftri og hávarnir og l´gvarnir eru sterkar.

Hrina I:

22:25 Thelma Dögg kláraði þessa hrinu bara, ekkert vesen á henni, kom liðinu í 24:21 og síðasta stigið kom skömmu síðar. Afturelding komið með forystu.

21:21 HK tekur leikhlé enda var síðasta uppgjöf Thelmu Daggar í netstenginn og datt þaðan niður á miðlínuna. Allt jafnt og rosalegt fjör í Fargralundi.

19:16 HK enn með undirtökin þó svo leikhléið hjá Mosfellingum hafi virkað ágætlega því þeir fengu þrjú sstig í röð eftir það.

17:13 Afturelding tekur leikhlé, enda jafnaði liðið áðan 12:12 en síðan hefur HK átt frábæran kafla og ekki síst Hjördís sem er í fanta formi í kvöld.

11:9 Munurinn hefur verið þrjú stig en gestunum tóks að minnka hann í tvö og spennan heldur áfram.

6:3 HK svarar þremur fyrstu stigum Aftureldingar með sex stigum. Flottur leikur og boltinn gengur vel á milli, löng rallý.

0:3 Þvílík byrjun á leiknum, flottars óknir á báða bóga og baráttan í fínu lagi.

HK: Hjördís Eiríksdóttir, Matthildur Einarsdóttir, Edda Björk Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Valdimarsdóttir, Amelia Rún Jónsdóttir, Birta Björnsdóttir, Laufey Björk Sigmundsdóttir, Fríða Sigurðardóttir, Sigríður Gísladóttir, Elísabet Einarsdóttir, Hanna María Friðriksdóttir, Steinunn Helga Björgólfsdóttir.

UMFA: Sigdís Lind Sigurðardóttir, Velina Apostolova, Kristina Apostolova, Karitas Ýr Jakobsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Fjóla Rut Svavarsdóttir, Kristín Salín Þórhallsdóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttir, Steinunn Guðbrandsdóttir, Kate Yeazel, Hilma Jakobsdóttir, Ceannia Kincade.

HK-konur fagna í kvöld.
HK-konur fagna í kvöld. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert