Æfingahópur landsliðsins valinn

Kvennalandsliðið í blaki eftir sigur á Lúxemborg.
Kvennalandsliðið í blaki eftir sigur á Lúxemborg. Ljósmynd/Blaksamband Íslands

Kvennalandsliðið í blaki á fyrir höndum stór verkefni í vor, en liðið fer í 2. umferð heimsmeistaramótsins í Póllandi, til San Marínó á Smáþjóðaleika og í úrslit Evrópumóts smáþjóða.

Þjálfarateymi landsliðsins hefur valið 19 leikmenn í æfingahóp að þessu sinni. Daniele Capriotti er aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar eru Francesco Napoletano og Emil Gunnarsson. 

Æfingahópur kvennalandsliðsins

Ásthildur Gunnarsdóttir, Stjörnunni
Berglind Gígja Jónsdóttir, Fortuna Odense
Birta Björnsdóttir, HK
Elísabet Einarsdóttir, HK
Erla Rán Eiríksdóttir, Stjörnunni
Fjóla Rut Svavarsdóttir, Aftureldingu
Fríða Sigurðardóttir, HK
Hanna María Friðriksdóttir, HK
Hjördís Eiríksdóttir, HK
Hugrún Óskarsdóttir, Sviss
Elma Eysteinsdóttir, KA
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Örebro Volley
Karen Björg Gunnarsdóttir, Aftureldingu
Kristín Salín Þórhallsdóttir, Aftureldingu
Laufey Björk Sigmundsdóttir, HK
María Rún Karlsdóttir, Þróttur Nes
Rósa Dögg Ægisdóttir, Stjörnunni
Steinunn Helga Björgólfsdóttir, HK
Thelma Dögg Grétarsdóttir, Aftureldingu 

Liðið heldur til Póllands að kvöldi 21. maí og fer þaðan til San Marínó 29. maí til keppni á Smáþjóðaleikunum. Lokakeppni EM smáþjóða er svo 23.-25. júní í Lúxemborg en búast má við að bætt verði í æfingahópinn fyrir það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert