Ísland lá fyrir Þjóðverjum

Kristján Valdimarsson og Máni Matthíasson verjast í leiknum í dag.
Kristján Valdimarsson og Máni Matthíasson verjast í leiknum í dag. Ljósmynd/CEV.lu

Ísland mátti þola 3:0 tap gegn Þjóðverjum í 3. umferð í undankeppni heims­meist­ara­móts­ins í blaki karla sem fram fer í Frakklandi um þessar mundir.

Þýskaland hafði yfirhöndina allan tímann og vann fyrstu tvær hrinurnar 25:12 og þriðju hrinuna 25:14. Þetta var þriðji leikur Íslands í keppninni og hafa þeir allir tapast 3:0, enda liðið að leika við allra bestu lið Evrópu. 

Alexander Stefánsson var stigahæstur í íslenska liðinu með fimm stig og á eftir honum komu þeir Theodór Óskar Þorvaldsson, Kjartan Fannar Grétarsson og Kristján Valdimarsson með þrjú stig. 

Ísland leikur gegn Úkraínu á morgun og Aserbaídsjan á sunnudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert