Annar besti tími Anítu sem náði HM-lágmarki

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir náði sínum öðrum besta tíma frá upphafi utanhúss í 800 metra hlaupi á alþjóðlegu móti í Oordegem í Hollandi í dag og hljóp á tímanum 2:00,33 mínútum. Með tímanum náði Aníta einnig lágmarki inn á HM í London.

Hlaupið skilaði henni 2. sætinu en sú sem hljóp best, Shelayna Oscan Clarkee frá Bretlandi, sigraði á 2:00,17 mínútum.

Aníta á best 2:00,14 mínútur frá því á Ólympíuleikunum í Ríó. Eftir úrslitin í dag er Aníta sú 12. á heimslistanum en með hlaupinu náði Aníta einnig lágmarki á HM í London, en þar er lágmarkið 2:01,00 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert