Ísland með næstflest verðlaun

Þorsteinn Ingvarsson efstur á palli eftir sigur í langstökki í …
Þorsteinn Ingvarsson efstur á palli eftir sigur í langstökki í dag. Kristinn Torfason fékk silfur. Ljósmynd/Smáþjóðaleikarnir

Á fyrsta keppnisdegi á Smáþjóðaleikunum í San Marínó unnu íslensku keppendurnir alls til 15 verðlauna, en aðeins Lúxemborg er með fleiri verðlaun eftir fyrsta dag.

Ísland fékk sex gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og sex bronsverðlaun í dag, sem gera alls 15 viðurkenningar. Lúxemborg er á toppnum með 20 verðlaun og á eftir Íslandi í þriðja sæti yfir heildarverðlaunafjölda er Kýpur með 13 verðlaun.

Lista yfir fjölda verðlauna eftir þjóðum má sjá hér að neðan.

20 – Lúxemborg: 8 gull, 7 silfur, 5 brons
15 – Ísland: 6 gull, 3 silfur, 6 brons
13 – Kýpur: 5 gull, 5 silfur, 3 brons
7 – Andorra: 2 silfur, 5 brons
6 – Malta: 1 gull, 3 silfur, 2 brons
5 – San Marínó: 2 gull, 2 silfur, 1 brons
4 – Mónakó: 1 gull, 1 silfur, 2 brons
3 – Svartfjallaland: 2 gull, 1 silfur
2 – Liechtenstein: 1 silfur, 1 brons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert