Íslenska sundfólkið komst allt áfram

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir urðu fyrstar í sínum …
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir urðu fyrstar í sínum greinum í morgun. mbl.is/Golli

Allir Íslendingarnir sem kepptu í undanrásum í fyrstu greinunum í sundkeppni Smáþjóðaleikanna í San Marínó í morgun komust áfram í úrslitin og þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Bryndís Hansen fengu besta tíma í sínum greinum.

Eygló Ósk fékk besta tímann í 200 metra baksundi, 2:23,82 mínútur, og Íris Ósk Hilmarsdóttir varð fimmta á 2:28,64 mínútum.

Hrafnhildur fékk langbesta tímann í 200 m fjórsundi, 2:19,85 mínútur. Sunneva Dögg Friðriksdóttir komst líka áfram en hún varð sjötta á 2:28,60 mínútum.

Bryndís fékk besta tímann í 100 m skriðsundi, 57,66 sekúndur, og Eygló Ósk varð önnur á 58,48 sekúndum.

Aron Örn Stefánsson komst í úrslit í 100 m bringusundi en hann synti á 52,96 sekúndum sem var sjöundi besti tíminn.

Úrslitin í þessum fjórum greinum fara fram síðdegis í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert