„Andorraleikurinn situr í okkur“

Mbl.is ræddi við Kára Jónsson eftir tapið gegn Svartfjallandi á Smáþjóðaleikunum í dag en Kári er einn af fjórum leikmönnum íslenska liðsins sem enn eru löglegir í U-20 ára landsliðið sem leikur í efstu deild Evrópukeppninnar í sumar. 

Ísland fékk bronsið á innbyrðisviðureignum en liðið vann tvo leiki en tapaði þremur í mótinu. „Margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu en líka fullt af hlutum sem er hægt að bæta og gera betur. Sérstaklega situr Andorraleikurinn í okkur. Okkur fannst það vera leikur sem við áttum að vinna. Á heildina litið er þetta ágætt. 3. sæti, lítið hægt að kvarta yfir því,“ sagði Kári meðal annars en hann lék sinn fyrsta A-landsleik í ferðinni eins og níu aðrir íslenskir leikmenn. 

Viðtalið við Kára í heild sinni má langast í meðfylgjandi myndskeiði. 

Kári Jónsson.
Kári Jónsson. Ljósmynd/KKÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert