Þau reyndari styðja vel við þau sem yngri eru

Hrafnhildur á efsta palli eftir boðsund ásamt Bryndísi, Eygló og …
Hrafnhildur á efsta palli eftir boðsund ásamt Bryndísi, Eygló og Sunnevu. Ljósmynd/GSSE

Franski landsliðsjálfarinn Jacky Pellerin kvaðst sáttur við frammistöðu sundfólksins á Smáþjóðaleikunum þegar Morgunblaðið tók hann tali í San Marínó. Pellerin segir margt jákvætt hafa átt sér stað í sundlauginni þótt ekki hafi verið kringumstæður til að bæta Íslandsmetin.

„Við erum að sjálfsögðu ánægð með niðurstöðuna á heildina litið vegna þess að við lentum í þessari furðulegu atburðarás á leiðinni til San Marínó. Við gátum því í upphafi leikanna ekki vitað hvort sundfólkið yrði nógu ferskt til að ná árangri. Í úrslitunum fyrsta kvöldið var okkar fólk ansi þreytt og morguninn eftir þannig að við gætum kannski hafa misst af tækifæri til að ná aðeins betri niðurstöðu,“ segir hann og vísar þar til þess að ferðalag sundfólksins og körfuboltafólksins til San Marínó tók 46 klukkustundir eins og fjallað hefur verið um á mbl.is og í Morgunblaðinu.

Sundfólkið skilaði sínu í verðlaunasöfnun og átti drjúgan þátt í því að Ísland fékk sextíu verðlaun á leikunum og tuttugu og sjö gullverðlaun. Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen voru þar fremstar í flokki.

„Ég er sérstaklega ánægður með að reyndara sundfólk er með okkur hérna og er að skila verðlaunum. Ekki bara konurnar heldur einnig strákar eins og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, sem hefur staðið sig mjög vel og unnið til verðlauna bæði í einstaklingskeppni og boðsundi.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert